top of page
Search
arnar7

Setuliðsmennirnir í Hörgárdal voru stráfelldir í Normandy

Updated: Aug 28, 2020

„Þær prjónuðu sokka í gríð og erg, amma mín og ráðskona því þeir stóðu í varðskýlinu berfættir í skónum. Það var hríðarbylur og þeir voru gráir í gegn. Þá fóru gömlu konurnar báðar að prjóna sokka. Þeir komu reglulega. Þetta voru indælir strákar, þetta voru kornungir strákar.“


Hér talar Málfríður Torfadóttir um setuliðsmenn úr breskri herdeild sem var með bækistöðvar við bæinn Laugaland í Hörgárdal, vestan Hlíðarfjalls á hernámsárunum. Málfríður ólst upp á Laugalandi og sem barn upplifði hún mikil og góð samskipti fjölskyldunnar við herdeildina. Málfríður minnist Bretanna með hlýhug. Herdeildin yfirgaf Hörgárdal um miðbik stríðsins og var síðar send til Normandy til að taka þátt í innrásinni í júní 1944, D-Day. Að sögn Málfríðar stóð heimilisfólkið á bænum í þeirri trú í stríðslok að vafalaust hefði enginn þeirra komist lífs af eftir hörmungarnar á ströndum Frakklands.


„Það var aldrei neitt efamál með það að þeir hefðu verið... það var alltaf sagt að þeir hefðu verið stráfelldir þarna í norður, eða hvar þetta var þarna á meginlandinu. Þeir ætluðu allir að láta frá sér heyra því það var mikill kunningsskapur. Ég trúi ekki öðru en þau hefðu heyrt frá einhverjum. Þó það væri ekki talað mikið þá var... eins og þetta með sokkaprjónelsið. En þetta voru mjög, eins og maður myndi segja í dag, góðir strákar og synd að þeir voru víst allir drepnir þarna í innrásinni.“


Málfríður segir nánar frá samskiptunum við hina feigu bresku herdeild í Hörgárdal í öðrum þætti af Leyndardómum Hlíðarfjalls – Þeir héldu til fjalla. Nálgast má þáttinn á hlaðvarpssíðu Grenndargralsins.


Litla stúlkubarnið til vinstri á myndinni er Málfríður Torfadóttir. Móðir hennar Daney Benediktsdóttir heldur á henni. Myndin er tekin í Lögmannshlíð á hernámsárunum.

114 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page