Fimmti þáttur af Leyndardómum Hlíðarfjalls hefur að geyma efni sem ekki rataði í þættina fjóra. Meðal efnis í þættinum eru frásagnir af mannskæðum slysum sem setuliðsmenn eru sagðir hafa lent í, endurminningar setuliðsmannsins Henning Simonsen frá dvöl hans á Akureyri og samtal sem þáttastjórnandi átti við Þóru Pétursdóttur, doktor í fornleifafræði.
Þá rifjar einn af viðmælendum þáttarins upp eftirminnilegt atvik frá aðfangadegi jóla á hernámsárunum þegar hann stóð augliti til auglitis við fræga Hollywood-stjörnu í samkomuhúsi í Hörgárdal þar sem hún skemmti setuliðsmönnum.
Hægt er að hlusta á Hliðarsögur í hlaðvarpi Grenndargralsins.
Комментарии